Farþegalistarnir duga skammt

Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum.